heimilismatur
Gagnlegar upplýsingar
Veisluþjónusta
vefuppskriftir
09.02.2007 11:56:09 / heimilismatur

Lummur var það heillin

Dóttirin kom einn veturinn með uppskrift af Lummum úr skólanum alveg yfirsig hrifin af þeim :) og mamman fékk að sjálfsögðu að prufa heima. Þetta vakti þvílíka lukku og ekki síst hjá móðurinni með smjöri og mable sýrópi :) nema hvað að það tekur akkúrat 15 min að gera lummur!! og akkúrat ekkert mál að gera þetta fyrir hvern sem er (ég meina börnin gera þetta í heimilisfræði í 2 bekk !!)

Svo hér kemur lummuuppskrift fyrir ykkur og ekki verra að leyfa börnunum að taka þátt :)

 Lummur

2 dl hveiti eða heilhveiti (má vera hvaða hveiti sem er í raun!)

1 msk sykur

1 tsk lyftiduft

1/4 teskeið salt

1 dl haframjöl

2 og hálfur dl mjólk

2 msk matarolía

1 egg

hræra öllu vel saman og hægt er að nota hvort sem er pönnukökupönnu eða venjulega pönnu og nota svo sósusleif til að gera litlar lummur (það er betra að hafa þær litlar)

kv HG

agnes skrifaði
þetta eru mjög góðar lummur
Einar skrifaði
Takk kærlega fyrir, það voru allir daprir svo mér datt í huga að koma á óvart :) Tok 20 sek að googla og 15 að bua til. :) Kv Einar í Hafnarfirði
elma skrifaði
góðar *lummur*
Dísa skrifaði
Bestu lummur sem ég hef smakkað:) Geri þær á hverjum laugardegi, fjölskyldunni til mikillar gleði. Það eina sem ég bæti við eru vanilludropar, finnst þær bragðbetri þannig.
ole jakob skrifaði
alveg geggjað ... gúgglaði þetta og bjó þetta til handa 2ja ára syni mínum.... hann borðaði á sig gat... takk fyrir þetta
Hekla skrifaði
takk fyrir þetta, ég var búin að vera mjög lengi að leita af uppskrift af þessu heima hjá mér svo fann ég þetta og ég prófaði þetta og mjög gott nema ég setti ekki haframjöl heldur notaði hrísgrjónagraut, mjög gott :)
Anna S skrifaði
Takk æðislega fyrir uppskriftina hún er æði ;)
:) skrifaði
Gegjuð uppskrifa....náði allavega núna að snúa þeim við á pönnuni ;)
haffihaff skrifaði
mjög vondar
Lúði skrifaði
Mjög góðar samt vondar
Bubbi Morteins skrifaði
Ógeðslegu lummur sem ég hef smakkað
Dísa skrifaði
Smála Bubba :)
proppé skrifaði
nammi
proppé skrifaði
oooooooooooooooooojjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj
Jón skrifaði
Þetta eru FRÁÆRAR LUMMUR!
svala skrifaði
þetta eru frábærar lummur
??? skrifaði
bubbi og haffi höfðu rangt fyri sér... Þetta eru bara hreinlega bestu lummur í heimi
Ég skrifaði
þessar eru geeðveikar!
Ruth skrifaði
ástarthakkir fyriri uppskriftina. Thetta reddadi degiunum eftir allt sem ad buid er ad ganga à i dag.
Kvedja frà Sviss
birta skrifaði
Í gamla daga voru lummurnar alltaf búnar til úr hafragrautsleifum hjá okkur. Gerir það enginn lengur eða hvað?
karen skrifaði
já mjög góðar lummur dóttir mín bakaði alveg ein og hún er í 3 bekk
la la skrifaði
æðislegar lummur
la la skrifaði
var að baka þetta er bara ein snilld :D
elva skrifaði
geegjaðar lummur ég bætti bara hafragraut við :)
ótrúlega gott
Steindi Jr Skrifaði :D skrifaði
djöfull eru þetta fáránlega góðar lummur :D :P Nammi Namm :D
Síður: 1 2 3
Skrifa athugasemd:

Það er nauðsynlegt að fylla inn í reiti merkta með *

Protected by FormShield
Vinsamlega skrifaðu inn stafina 4 sem eru á myndinni hér fyrir ofan.

Athugaðu að IP talan þín () verður skráð með færslunni.

Heimsóknir
Í dag:  42  Alls: 243185
Síðast innskráður
Ég var síðast inni þann 16 janúar
Síðast innskráður
Ég var síðast inni þann 16 janúar
Heimsóknir
Í dag:  42  Alls: 243185
RSS tengill