heimilismatur
Gagnlegar upplýsingar
Veisluþjónusta
vefuppskriftir
13.2.2008 05:14:37 / heimilismatur

Fiskur

Grískur plokkfiskur

600 gr útvatnaður saltfiskur
2 stórir laukar, saxaðir
1 lítil dós tómatmauk (purée)
1 bolli vatn
2 lárviðarlauf
Salt eftir smekk
Svartur pipar (vel af honum)
½ bolli ólífuolía
10 litlar kartöflur (flysjaðar)

1. Setjið allt nema kartöflurnar í pott og sjóðið í 10 mínútur.
2. Bætið kartöflunum út í og sjóðið við lágan hita í 45 mínútur.
3. Bætið vatni út í ef rétturinn verður of þurr.
4. Berið fram með góðu brauði.
-------------------------------------------------------
Nachos-fiskur

800 gr ýsa
5 dl nachos (eftir smekk)
2 ½ dl rasp
1 ½ dl kornflögur
Smá mjólk
1 egg
Salt og pipar

1. Myljið nachos og kornflögurnar smátt og blandið saman við raspið.
2. Sláið egginu og mjólkinni saman.
3. Veltið fisknum upp úr mjólkureggjablöndunni, svo nachosblöndunni og steikið á pönnu.

Meðlæti:
- salat
- hrísgrjón
- salsasósa
- hvítlauksbrauð
- nachos
-------------------------------------------
Bakaður saltfiskur

500 gr saltfiskur
500 gr kartöflur
50 gr smjörvi
½ laukur
½ græn paprika
2 msk hveiti
3 dl mjólk
2 msk parmesanostur
2 msk brauðmylsna

1. Útvatnaður fiskur er látinn í kalt vatn og suðan látin koma hægt upp. Soðinn í 5-10 mínútur. Að suðu lokinni er fiskurinn hreinsaður vel, roð- og beinhreinsaður.
2. Fiskurinn er losaður sundur og settur í smurt eldfast mót.
3. Kartöflurnar eru snöggsoðnar, afhýddar og sneiddar. Raðið þeim ofan á fiskinn í mótinu.
4. Smjörvi er bræddur í potti. Laukur og smátt söxuð paprika látin í krauma í smjörinu þangað til þau verða mjúk.
5. Hveiti er bætt við og jafningurinn hrærður út með mjólk. Á að verða þunnur. Þessu er hellt yfir fiskinn og kartöflurnar.
6. Blöndu af osti og brauðmylsnu er stráð yfir og rétturinn bakaður í heitum ofni í 20 mínútur.

Gott að bera fram með rúgbrauði.
---------------------------------------------------------
Fiskur með appelsínu- og humarsósu

800 gr ýsa
1 tsk salt
1 tsk olía
1-2 hvítlauksrif
1 dós sýrður rjómi 10%
½ dl mjólk
2 msk humarkraftur (Oscar - svört dós)
Rifið hýði af ½ appelsínu
Fersk tímianlauf

1. Hreinsið fiskinn og skerið í meðalstór stykki og stráið salti yfir þau.
2. Merjið hvítlaukinn og mýkið hann í olíunni.
3. Bætið sýrða rjómanum, vatninu, humarkraftinum, appelsínuhýðinu og tímianlaufum á pönnuna. Sjóðið augnablik og hrærið í á meðan.
4. Leggið síðan fiskstykkin á pönnuna og látið þau sjóða í sósunni þar til fiskurinn er orðinn hvítur í gegn. Passið að ofsjóða hann ekki.
5. Skreytið fiskstykkin með svolitlum rifnum appelsínuberki og stórum rækjum.

Borið fram með soðnum kartöflum og brokkólíi.

-------------------------------------------------------
Forsetafiskur

3 græn epli
1 græn paprika
6-7 sneiðar beikon
Smjör
Ýsuflak
Hveiti
Pipar
Salt
1 stk Camembert-ostur
Rifinn ostur

1. Afhýðið eplin og skerið í bita. Skerið einnig paprikuna í bita.
2. Beikonið er skorið í 3-4 bita (hver sneið) og steikt í smjöri þar til það er glært.
3. Skerið ýsuflakið í litla bita og veltið því upp úr hveiti, pipar og salti. Steikið við vægan hita.
4. Allt er síðan látið í eldfast mót og Camembert-ostur er látinn í litlum bitum hér og þar ofan á.
5. Yfir allt er síðan dreift rifnum osti.
6. Hitið í 20-30 mínútur við 180°c

---------------------------------------------
Kornflögufiskur með kaldri sósu

2 bollar muldar kornflögur
3 tsk rifinn sítrónubörkur
Salt og pipar
3 tsk sítrónusafi
4 msk smjör
700-800 gr ýsu- eða þorskflök (roðflett)

Sósan:
3 msk léttmajónes
2 msk sýrður rjómi (10%)
3 msk sweet pickle relish
2 msk sítrónusafi
1 msk sætt sinnep

1. Setjið kornflögumylsnuna í skál og bætið sítrónuberkinum, salti og pipar út í.
2. Setjið sítrónusafann í skál, bræðið smjörið og blandið saman við sítrónusafann.
3. Skerið fiskinn í 5 cm strimla (fingur) og penslið með smjörblöndunni. Veltið fiskbitunum síðan upp úr kornflögumylsnunni og raðið í ofnskúffuna (notið bökunarpappír undir).
4. Bakið í 10-15 mínútur.
5. Útbúið sósuna á meðan fiskurinn er í ofninum. Blandið öllu saman sem á að fara í sósuna og geymið í kæli fram að framreiðslu.
-------------------------------------------------
Fiskur í hátíðarbúningi

Ýsuflök (1 stórt, eða 2 lítil)
1 banani
2 dl rjómi
2 egg
100 gr rækjur
1 paprika
Ostur
Hveiti
Salt og pipar
Kjöt- og grillkrydd
Rasp

1. Eggin eru þeytt með ½ dl af rjóma og hveitið hrært út í.
2. Fiskurinn er kryddaður beggja megin með salti, pipar og kjöt- og grillkryddi.
3. Fisknum er dýft í rjómablönduna og steiktur við hægan hita á pönnu örlitla stund. Hann er síðan lagður í eldfast fat.
4. Rækjurnar, bananinn og paprikan eru steikt í smjöri og lögð ofan á fiskinn.
5. Afgangurinn af rjómanum er settur yfir og síðan rifinn ostur og rasp.
6. Bakað við 200°c í ca 20 mínútur. Gott að leggja álpappír yfir til að byrja með.
-----------------------------------------------
Fljótlegur fiskur

2 ýsuflök
¼ lítri matreiðslurjómi
125 gr sveppasmurostur ( má vera meira magn og öðruvísi ostur)
250 gr sveppir
Salt
Pipar
Paprikuduft

1. Ýsuflökin eru krydduð og þeim raðað í smurt eldfast mót
2. Stráið söxuðum sveppum ofan á, hrærið saman ostinum og rjómanum og hellið yfir. 3. Paprikudufti stráð efst, bakað í 30 mínútur við 200°c.
4. Gott er að setja alls kyns grænmeti í þetta, ferskt eða frosið.

---------------------------------------------------
Ofnbakaður fiskur

2 ýsuflök
Sítrónusafi
Salt
Pipar
250 gr rifinn ostur (26%)
Fersk steinselja
1 blaðlaukur
1 dl brauðrasp
50 gr smjörlíki

1. Skerið fiskinn í hæfilega bita, hellið sítrónusafa yfir og kryddið, raðið í eldfast mót.
2. Blandið saman osti, saxaðri steinselju ( 1 dl), söxuðum blaðlauk, brauðraspi og bræddu smjörlíkiog dreifið svo yfir fiskinn.
3. Bakið við 175°c í ca 20 mínútur eða þar til osturinn verður ljósbrúnn.
-------------------------------------------
Fiskpanna Spánverjans
Fyrir 4-6

3 msk ólífuolía
1 stór laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
4 tómatar, saxaðir
2 tsk paprikuduft
2 lárviðarlauf
1 ½ dl hvítvín eða mysa
Salt og svartur pipar eftir smekk
100 gr rækjur
50 gr rúsínur
700 gr ýsa eða þorskur, roð og beinlaus
Hveiti, salt og pipar
Olía
Furuhnetur

1. Hitið olíuna á pönnu og mýkið laukinn í henni í nokkrar mínútur. Bætið hvílauknum á pönnuna ásamt tómötunum og paprikunni.
2. Hrærið vel í blöndunni og bætið lárviðarlaufinu, hvítvíninu, salti og pipar út í. Látið suðuna koma upp og bætið rækjunum og rúsínunum út í. Takið pönnuna af hitanum.
3. Skerið fiskinn í bita og veltið honum upp úr kryddaðri hveitiblöndu. Snöggsteikið fiskbitana í olíu í nokkrar mínútur.
4. Setjið pönnuna með grænmetisblöndunni aftur yfir hita og leggið fiskbitana varlega út í.
5. Ristið furuhneturnar á þurri pönnu og stráið þeim yfir réttinn þegar hann er borinn fram.

Berið fram með nýjum kartöflum sem gott er að velta upp úr hvítlauksolíu.
------------------------------------------------------
Ýsa með rjómalagaðri grænmetisblöndu
-Fyrir 4 ?

700 gr ýsuflak
Salt og pipar eftir smekk
Mjólk
Hveiti
1 msk smjör eða smjörlíki
1 laukur, skorinn í sneiðar
100 gr ferskir sveppir, skornir í sneiðar
4 tómatar, saxaðir
1 msk sojasósa
½ tsk karrý
Svartur pipar eftir smekk
1 lítill blaðlaukur, skorinn í sneiðar
1 dl matreiðslurjómi

1. Skerið fiskinn í bita oog kryddið með salti og pipar.
2. Dýfið ýsubitunum í mjólk og veltið síðan upp úr hveiti.
3. Bræðið smjörið á pönnu og steikið fiskinn þar til hann er ljósbrúnn að lit. Takið af pönnunni og haldið heitum á meðan grænmetið er steikt.
4. Bræðið e.t.v. aðeins meira smjör á pönnunni og steikið laukinn og sveppina í nokkrar mínútur. Bætið tómötunum út í og kryddið með sojasósu, karrý, salti og pipar. Látið krauma í 5 mínútur, bætið þá blaðlauknum á pönnuna og hellið rjómanum yfir. Látið krauma í 5 mínútur.
5. Setjið grænmetisblönduna á fat og raðið ýsubitunum yfir.
--------------------------------
Fiskur með pestói

Rauðlaukur
Hvítlaukur
Paprika
Tómatar og annað grænmeti sem þér dettur í hug.
Ýsuflök, sneidd í bita
Rautt pestó
Fetaostur

1. Grænmeti sett í botninn á eldföstu móti. Ýsubitarnir smurðir með pestói og settir ofan á grænmetið.
2. Fetaosturinn fer síðan þar ofan á ( gott er að láta mikið af olíunni með).
3. Allt í 180° heitan ofn þar til fiskurinn er orðinn soðinn u.þ.b. 20 mínútur.

Borið fram með hrísgrjónum.
---------------------------------------------------
Fiskigratín með piparosti
- Fyrir 4 -

600 gr ýsuflök, soðin
4 msk smjör
4 msk hveiti
2 dl fisksoð
2 dl mjólk
1 tsk salt
100 gr piparostur
2 eggjarauður
2 eggjahvítur
Brauðrasp

1. Bakið sósuna upp (smjörlíki + hveiti) og þynnið með soði og mjólk.
2. Skerið piparost í þunnar sneiðar, setjið hann í sósuna og hrærið þar til hann er bráðinn. Saltið þá sósuna.
3. Takið pottinn af hellunni og látið sósuna kólna aðeins áður en eggjarauðum er hrært í.
4. Setjið fisk í skál og hrærið þannig að hann losni vel í sundur. Blandið sósu saman við. 5. Stífþeytið eggjahvítur og bætið þeim varlega útí.
6. Hellið í smurt eldfast mót og stráið brauðraspi yfir.
7. Bakið við 190°c í 25-30 mínútur.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum og óbræddu smjöri.
---------------------------------------------
Fiskur með fetaosti

600 gr fiskflak, t.d lúða eða ýsa
1 dl steinselja
3 msk matarolía
Safi úr hálfri sítrónu
Salt
Pipar
1 gul paprika
8 kokteiltómatar eða 4 litlir tómatar
100 gr fetaostur

Sósa:
2 ½ dl rjómi
2 ½ dl sýrður rjómi
2 hvítlauksrif
Aromatkrydd frá Kknorr
Salt

1. Klippið álpappír í fjóra búta, 30x30 cm að stærð.
2. Roðflettið fiskinn og skerið í bita, setjið á bréfin og brjótið upp á hliðarnar.
3. Saxið steinselju og sáldrið yfir fiskinn.
4. Blandið saman matarolíu, sítrónusafa, salti og pipar. Hellið yfir fiskinn og látið standa í 5 mínútur.
5. Saxið papriku og skerið tómata í tvennt eða fernt og setjið ofan á fiskinn ásamt fetaosti.
6. Pakkið fiskréttinum inn og bakið í 200°c heitum ofni i 15-20 mínútur eða glóðið á grilli í 10-15 mínútur.
Sósa:
- Þeytið rjómann og hrærið saman við sýrða rjómann.
- Merjið hvítlauksrifin og blandið sama við. Kryddið með Aromatkryddi og e.t.v. salti.

Berið fram með kartöflum, salati og brauði.
-----------------------------------------------
Fiskur í skyrsósu

Skyrsósa:
200 gr skyr (1 dós)
1 msk sykur
200 gr majónes
1 dós sýrður rjómi
1 msk sætt relish
1 msk sætt sinnep
1 tsk karrý
- Blandið öllu saman.
1 laukur
800 gr ýsa
1 rauð paprika
1 græn paprika
½ haus blómkál
100 gr sveppir
Smjör til steikingar

1. Skerið laukinn smátt og setjið í eldfast mót.
2. Skerið fiskinn í bita og leggið yfir laukinn.
3. Skerið paprikur í bita, blómkál í greinar og sveppi í sneiðar. Steikið í smjöri á pönnu og setjið yfir fiskinn.
4. Setjið skyrsósuna yfir allt og bakið við 180°c í 40 mínútur.
-----------------------------------------
Saltfisksréttur

Saltfiskur
1 laukur
1 púrrulaukur
1 askja rómaostur
1 lítill gráðostur
1 rjómaostur með kryddblöndu
Ostur
Gulrætur
Kartöflur
Mjólk

1. Saltfiskurinn soðinn og beinhreinsaður.
2. Laukurinn saxaður smátt og soðinn í mjólkinni (látið fljóta vel yfir).
3. Osturinn settur út í mjólkina og soðið jafning.
4. Saltfisknum er bætt út í og sett í eldfast fat.
5. Soðnum kartöflunum er raðað ofan á og svo er settur ostur.
6. Sett í ofn þar til osturinn er orðinn brúnaður.
7. Tekið út og rifnum gulrótum stráð yfir.
---------------------------------------------
Ýsa með kartöfluflögum

Ýsa
Aromat krydd og hvítlaukssalt (eða annað eftir smekk)
1 dós sýrður rjómi 18%
Kaffirjómi
Paprikuflögur (eða aðrar eftir smekk)
Mozzarella ostur
Hrísgrjón

1. Hrísgrjónin eru soðin en ekki til fulls og sett í botninn á eldföstu móti.
2. Sjóðið aðeins upp á fisknum og látið renna af honum (annars fer soðið út í sósuna og þynnir hana) og setjið ofan á grjónin.
3. Hrærið saman kaffirjóma og sýrðum rjóma -gætið þess að hafa sósuna ekki of þunna.
4. Setjið kryddið út í sósuna og hellið yfir fiskinn.
5. Myljið flögurnar og stráið yfir fiskinn.
6. Að lokum er osturinn settur yfir.
7. Setjið í 180°c heitan ofn í 10-15 mínútur.
---------------------------------------------
Kínverskur fiskréttur

Ýsa
Sveppir
Hvítkál
Gulrætur
Laukur
Paprika
Mini maís
Sykurbaunir
Baunaspírur
Hveiti/salt og pipar

Sósan:
3 msk púðursykur
½ bolli sojasósa (helst sæt soja)
Vatn (svona 1 bolli)

1. Skerið fiskinn í frekar litla bita (svona þumalstóra) og veltið honum upp úr hveiti. Kryddið með salti og pipar.
2. Steikjið grænmetið á pönnu (skera það fyrst, kálið smátt), takið grænmetið af og steikjið fiskinn - bara létt á hvorri hlið.
3. Hellið grænmetinu aftur út á.
4. Blandið saman púðursykrinum, soja og vatni. Hellið yfir pönnuna og gufusjóðið í smá stund.

Berið fram með soðnum grjónum og brauði ef vill.
---------------------------------------------
Föstudagsfiskur

800 gr ýsa
Safi úr ½ sítrónu
2 miðlungs tómatar, skornir í teninga
1 lítill laukur, saxaður
2 msk græn paprika, söxuð
2 msk bræddur smjörvi eða smjör
½ tsk basilikum
¼ tsk tarragon
Örlítið timian
Salt og pipar eftir smekk

1. Fiskurinn er settur í eldfast fat, sítrónusafinn látinn yfir og látið standa í 5 mínútur.
2. Öllu blandað saman og jafnað yfir fiskstykkin.
3. Steikt undir grilli í ofni í 10-12 mínútur.

Borið fram með soðnum eða bökuðum kartöflum og blönduðu, fersku salati eftir smekk.
--------------------------------------------
Sumarbústaðsfiskréttur

2-3 ýsuflök
150 gr mozzarella
1 paprika
½ dós grænn aspas+safi
3 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
2 tsk karrý
2 tsk Provencale

1. Ýsan steikt á pönnu og sett í eldfast mót.
2. Öllu öðru blandað saman í skál og hellt yfir fiskinn.
3. Ostur settur yfir og bakað þar til rétturinn er fallegur á litinn.

Borið fram með grjónum, salati og hvítlauksbrauði.
----------------------------------------------
Ýsudraumur

1 meðalstórt ýsuflak
1 paprika
1 laukur
4-5 beikonsneiðar
1 gráðostur
1 sítróna
2 tómatar

1. Paprikan og laukurinn saxað gróft og látið í eldfast mót.
2. Hálfur lítri af vatni settur yfir til suðu og þykktur.
3. Beikonsneiðarnar skornar niður og settar út í pottinn og safinn af sítrónunni kreistur út í, kryddað með aromat eftir smekk.
4. Fiskflakið skorið í hæfilega bita og sett í eldfast mótið og salti stráð yfir.
5. Síðan er sósunni hellt út í mótið. Tómatarnir skornir í sneiðar sem eru settar yfir fiskinn. Osturinn rifinn og settur yfir.
6. Bakað í ofni við 250°c.
---------------------------------------------
Ýsa í ofni með grænmeti

1 stórt ýsuflak, roðdregið
Fiskikrydd frá Pottagöldrum
Sítrónupipar
1 dl mysa eða hvítvín
1 tómatur, saxaður
1 kúrbítur, saxaður
1 lítill blaðlaukur, saxaður
1 lítil dós kotasæla
2 msk tómatsósa
1 tsk karrý

1. Skerið fiskinn í bita og raðið í smurt, eldfast fat. Kryddið fiskinn og hellið mysunni meðfram.
2. Mýkið allt grænmetið í olíu (gott að nota hvítlauksolíu) á pönnu og hrærið vel.
3. Bakið fiskinn á meðan í 10 mínútur við 200°c.
4. Dreifið grænmetinu yfir fiskinn.
5. Blandið saman kotasælunni, tómatsósunni og karrýinu og setjið yfir grænmetið.
6. Bakið í 10-15 mínútur.

Berið fram með hrísgrjónum.
-----------------------------------------
Salsafiskur í formi

700 gr ýsuflök
Salt
Chilipipar
Olía
1 laukur
1 krukka salsa
1 dós sýrður rjómi
150 gr rifinn cheddar
100 gr nachosflögur, muldar

1. Skerið fiskinn í bita og raðið í eldfast mót.
2. Setjið saxaðan laukinn á pönnu í olíu og mýkið hann aðeins. Dreifið honum svo yfir fiskinn.
3. Hrærið saman salsa og sýrðum rjóma og þekjið fiskinn með sósunni.
4. Setjið rifinn ost yfir og stráið muldum flögum yfir.
5. Bakið í 20 mínútur við 180°c.

Berið fram með hrísgrjónum.
-----------------------------------------------------------
Ýsa með spergilkáli

800 gr ýsa, bein- og roðlaus
1 tsk aromat
1 tsk kjötkraftur
1 lítil gulrót
½ laukur
1 tómatur
100 gr sveppir
250 gr spergilkál
½ græn paprika
½ rauð paprika
1 peli kaffirjóma
1 glas mjólk
Sítrónusafi eftir smekk
150 gr rifinn Mozzarellaostur
Sósujafnari
Olía

1. Snyrtið fiskinn og skerið í sneiðar.
2. Fínskerið allt grænmetið og rífið ostinn.
3. Hitið olíu á pönnu og steikjið fiskinn við meðalhita í 3 mínútur. Kryddið með salti og pipar.
4. Færið fiskinn í eldfast mót.
5. Bætið olíu á pönnuna og léttsteikið grænmetið. Hellið kaffirjómanum út á og síðan mjólkinni. Þykkið þetta með sósujafnara og kryddið með aromati og kjötkrafti eftir smekk.
6. Setjið jafninginn ásamt spergilkáli ofan á fiskinn og stráið osti yfir.
7. Hitið í ofni við 200°c í 8-10 mínútur.
-------------------------------------------
Pepperoni-ýsa

2 ýsuflök
1½ bolli soðin hrísgrjón
Hvítlauksolía (tilbúin eða heimagerð)
Góður slatti pepperoni
1 dós tómatpurré
Steinselja
Timian
Meiran
Sítrónupipar
Góður slatti rifin ostur t.d. Búri

1. Soðin hrísgrjón sett í botnin á stóru eldföstu móti. Tómatpurré smurt yfir og
steinselju stráð þar ofan á. Vætið lítillega í með hvítlauksolíu.
2. Leggið ýsuflökin þar ofan á, kryddið með sítrónupipar og raðið síðan pepperoni þar ofan á (þétt) og síðan meiri hvítlauksolía.
3. Síðan er að kryddað með timian og/eða meiran, ostur yfir allt og inn í
180°c heitan ofn á blæstri (200°c á venjulegum) þangað til osturinn er orðinn
brúnn.

Fyrir mikla sælkera má blanda krömdum paprikuflögum í ostinn og nota þá Búra. Drekkist með flösku af góðu hvítvíni og heimabökuðu brauði.
---------------------------------------
Hvítlaukssaltfiskur

600 gr saltfiskur
8 hvítlauksrif
1 laukur
1 rauð paprika
4 vænir vel þroskaðir tómatar eða 1 dós niðursoðnir tómatar
Steinselja
Olía
Edik
Paprikuduft

1. Útvatnið saltfiskinn, þerrið og skerið í meðalstóra bita.
2. Skerið laukinn í stórar sneiðar, hreinsið paprikuna og sneiðið niður, afhýðið tómatana, fjarlægið fræin og skerið mjög smátt.
3. Látið saltfiskinn í pott með vatni, látið suðuna koma upp, takið þá pottinn af hellunni og látið fiskinn kólna í soðinu.
4. Látið olíu í pott og hitið, steikið 4 heil hvítlauksrif við meðalhita. Bætið steinseljunni við þegar hvítlauksrifin verða gullin að lit. Takið af hellunni.
5. Merjið hvítlaukinn og steinseljuna í mortéli, bætið paprikudufti við og þynnið með 3 msk af ediki.
6. Skerið hvítlauksrifin fjögur sem eftir eru í sneiðar og steikið í olíu í sama potti og notaður var áður. Bætið lauknum og paprikunni við og látið malla við vægan hita þar til laukurinn verður glær.
7. Hellið tómatmaukinu í pottinn og látið sjóða í 5 mínútur.
8. Bætið saltfisknum út í og látið sjóða í 5 mínútur í viðbót.
9. Bætið að lokum hvítlauksleginum við og látið sjóða í 2-3 mínútur í viðbót.
----------------------------------
Lúxusfiskréttur
800 gr ýsuflök, roðflett og skorin í bita
300 gr rækjur
200 gr ferskir sveppir, sneiddir
1 laukur, saxaður
½ sneiddur blaðlaukur
Smjör til steikingar
1 græn paprika (söxuð) og 1 rauð paprika (söxuð)
2 gulrætur í sneiðum
½ dós ananaskurl og safi
150 gr hreinn rjómaostur
1 ½ dl rjómi eða kaffirjómi
½ tsk salt
½ tsk sítrónupipar
½ tsk paprikuduft
1 tsk karrý
1 ½ tsk súpukraftur

1. Steikjið lauk og blaðlauk í smjöri. Bætið paprikunni, gulrótunum og sveppunum út í ásamt ananaskurlinu og safanum og látið þetta krauma smástund. Setjið rjómaostinn og rjómann og látið jafnast út. Kryddið með karrí og paprikudufti.
2. Þá er fiskurinn og rækjurnar sett út í og látið sjóða í 2 mínútur, kryddið með salti og pipar.

Gott er að bera þennan rétt fram með hrísgrjónum og hrásalati og ómissandi að hafa snittubrauð eða gott brauð með.
------------------------------------------
Möndlusilungur

400 gr silungsflök
1 egg
Salt
Pipar
75-100 gr möndluflögur
Smjör til að steikja upp úr

1. Þvoið og snyrtið silungsflökin og þerrið.
2. Roðdragið þau ef þið viljið (bragðmeira að hafa roðið með), kryddið þau og veltið upp úr möndluflögum. Látið bíða í smástund.
3. Bræðið smjörið og þegar það er farið að freyða vel er silungurinn settur á pönnuna, hitinn lækkaður í miðstraum og steiktur í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Best er að nota breiðan spaða við að snúa silungnum við svo möndluflögurnar detti síður af.
4. Þegar silungurinn hefur verið tekinn af pönnunni er afgangnum af möndluflögunum (ef einhver er) bætt á pönnuna og örlitlu smjöri.
5. Þessu er hellt yfir fiskinn um leið og hann er borinn fram.

Borinn fram með soðnum kartöflum, tómötum, gúrkum og sítrónu.
-------------------------------------------------------------------------
Ofnbakaður silungur með róspipar, fetaosti og gráðosti

Silungur eftir þörfum
1/3 krukka fetaostur
¼ stk gráðaostur, bitaður
1 msk rósapipar
1 msk salvía (þurrkuð)
Gróft salt
Ólífuolía
Meðlæti:
- Kartöflur
- Ólífuolía
- Salvía

1. Silungurinn settur á álpappír og fylltur með ostum og salvíu.
2. Gróft salt, rósapipar og ólífuolía sett ofan á áður en silungnum er síðan pakkað vandlega inn í pappírinn og bakaður í ofni við 180° C í um 40 mínútur.

Berið fram með kartöflum sem hafa verið skornar í báta, baðaðar í ólífuolíu og salvíu og bakaðar í ofni í um 20 mínútur.
--------------------------------------------------
Saltfiskur með suðrænum tónum

10-12 kartöflur
600 gr saltfiskur
4 tómatar
3 laukar
3 hvítlauksrif
2 msk matarolía
1 msk smjör
3 msk graslaukur
12 svartar ólífur

1. Sjóðið kartöflur. Afhýðið þær, kælið og skerið í sneiðar.
2. Sjóðið saltfiskinn, beinhreinsið og roðflettið.
3. Skerið tómata í sneiðar, saxið lauk og hvítlauk og léttsteikjið í matarolíu og smjöri ásamt söxuðum graslauk við vægan hita.
4. Setjið kartöflurnar í smurt eldfast mót. Raðið svo helmingnum af laukblöndunni og tómatsneiðunum ofan á. Setjið allan saltfiskinn yfir og svo loks afganginn af lauknum og tómötunum ásamt ólífum.
5. Bakið réttinn við 180°c í 20 mínútur.

Berið fram með fersku salati, smurðu snittubrauði og léttu víni.
------------------------------------------------------------
Ýsa með eplum, rækjum og rjóma

500 gr ýsa
1 epli
Slatti af rækjum
Ostur
Salt
Pipar
Önnur krydd að eigin smekk
1 dl rjómi

1. Snöggsteikið ýsuna og kryddið.
2. Epli skorið í sneiðar og dreift yfir fiskinn, því næst rækjunum, osti og rjóma. Lokið sett á og látið malla í 10 mínútur við vægan hita.

Borið fram með soðnum kartöflum og brauði

Smásilungar með sveppafyllingu 4 litlir silungarsalt pipar Fylling:50 gr beikon1 laukur250 gr sveppirmatarolía til steikingar1 msk sýrður rjómi2-3 msk kryddjurtir t.d. dill, timjan, kerfill og steinseljasalt pipar1 sítróna  

  1. Slægið silunginn, afhausið ekki, þvoið og þerrið.

 Fylling:

  1. Skerið beikonið í litla bita, saxið lauk og sneiðið sveppi. Steikið beikon, lauk og sveppi saman á pönnu í matarolíu í fimm mínútur.
  2. Bætið sýrðum rjóma og söxuðum kryddjurtum saman við. Kryddið með salti og pipar. Kælið.
  3. Setjið fyllinguna inní kviðinn á fiskunum, leggið á álpappír eða í fiskklemmu. Leggið nokkrar sítrónusneiðar meðfram hverjum fiski og veljið álpappírnum utan um eða lokið klemmunni.
  4. Glóðið á heitu grilli.

 Sítrónulúða  4 sneiðar stórlúða (meðalstórar, með roðinu) Kryddlögur:4 msk. Mango chutney½ tsk ferskt engifer, rifið eða 1 tsk engiferkrydd1 tsk karrí1 ½ tsk kúmenduft3 msk ólífuolía3 msk sítrónusafi3 hvítlauksrif, marin Hrísgrjón:2 ½ dl hrísgrjón1 dl rúsínur1 lítil dós ananasbitar (300 gr)ananassafi úr dósinni Kryddlögur:

  1. Blandið saman mangómaukinu, engiferi, karri, kúmeni, ólífuolíu, sítrónusafa og hvítlauk.
  2. Penslið kryddleginum yfir lúðuna, báðum megin og látið liggja í ísskáp í einn til fjóra klukkutíma.
  3. Glóðið lúðuna þar til hún er ljósbrún og penslið með afganginum af kryddleginum meðan glóðað er.

 Hrísgrjón:

  1. Leggið rúsínurnar í ananassafann á meðan hrísgrjónin eru soðin.
  2. Blandið saman soðnum hrísgrjónum, rúsínum og ananasbitum.
  

Chili fiskur í ofni


350 g fiskflök
½ msk hveiti
½ salt
1 dl matreiðslurjómi
¼ chilisósa
1 dl rifinn ostur
1. stillið bakar ofninn á 225° =.
2. smyrjið eldfast mót með örlítilli matarolíu.
3. stráið hveitinu innan í mótið.
4. slerið fiskinn í frekar smáa bita og setjið í mótið,með roðhliðina niður.
5. stráið saltinu yfir fiskinn.
6. blandið saman í skál chillisósu og rjóma , hellið yfir fiskinn.
7. stráið rifnum ostinum yfir fiskinn
8. bakið á næst neðstu hillu í ofninum í u.þ.b 20 mín.
9. berði fiskinn fram með soðnum kartöflum og salati

Sjávarréttasúpa með ítölsku kryddi

1 stór laukur
4 sellerístilkar
1 græn paprika
1 rauð paprika
2 msk ólifuolía
3 hvítlauksrif
1 tsk basilikum, þurrkað
½ tsk óreganó, þurrkað
½ tsk marjóram, þurrkað
½ tsk rauður pipar
1 dós niðursoðnir tómatar
1 lítri fiskisoð (vatn + teningur)
250 g hörpudiskur
300 g rækjur
2 msk sítrónusafi
sítrónusneiðar til skrauts

1. Saxið lauk, sellerí og papriku og mýkið á pönnu í ólífuolíu í nokkrar mínútur.

2. Setjið marinn hvítlauk, basilikum, óreganó, marjóram og rauðan pipar saman við grænmetið og látið krauma í 2-3 mínútur.

3. Hellið niðursoðnum tómötum ásamt vökva og fisksoði (samtals einn lítri) út á pönnuna. Setjið lok á pottinn og sjóðið í 10-15 mínútur.

4. Skerið hörpudiskinn í tvennt ef hann er stór, hafið hann annars heilan og setjið út í súpuna. Sjóðið í þrjár mínútur.

5. Setjið rækjur og sítrónusafa út í súpuna rétt áður en hún er borin fram og hitið.

6. Skreytið með sítrónusneiðum.

Berið fram með brauði.
Einnig er gott að þeyta saman með gaffli sýrðan rjóma, salt, pipar, marinn og saxaðan hvítlauk (2-3 rif) og slatta af saxaðri steinselju. Að lokum eru rækjur settar út í beint úr ísskápnum og hrært létt saman við. Þetta er haft í skál á borðinu og sett með skeið ofan á súpuna.

Pönnusteikt bleikja með vanillusósu

Kjarni úr einni vanillustöng

1 tsk maldon salt

800 gr bleikjuflök skorin í bita

Nýmalaður pipar

2 msk olía

Blandið saman vanillukjarna og maldon salti. Kryddið bleikju með pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu með roðhliðina niður í 2-3 min. Snúið þá bleikjunni við steikið í 1 mín og stráið vanillusaltinu yfir.

Vanillusósa

2 skalotulaukar smátt saxaðir

1 vanillustöng skorin eftir endilöngu

2 dl hvítvín

2 ½ dl rjómi

40 gr kalt smjör

Salt og nýmalaður pipar

Látið lauk krauma í olíu í potti í 1 mín. Btið vaillustöng og hvítvíni í pottinn og sjóðið niður í síróp. Bætið þá rjóma sama við og sjóðioð þar til rjóminn fer að þykka. Takið pottinn af hellunni og bætið smjör út í . Hrærið þar til smjörið hefur bráðnað og bragðbætið með salti og pipar.


Plokkfiskur frá tengdamömmu

500 gr soðinn fiskur
400 gr soðnar kartöflur
1 meðal stór laukur
50 gr smjör
2 msk hveiti
3 dl mjólk
salt og pipar

saxið laukinn og látið krauma við vægan hita í smjörinu án þess að hann brúnist. Stráið hveiti yfir laukinn og smjörið, aukið hitann lítið eitt og hrærið vel í 1-2 min . Bætið mjólkinni út í smátt og smátt síðan fisk og kartöflum og mjólk. Hitið án þess að suðan komi upp. Hrærið varlega í á meðan svo fiskurinn verði laus í sér og blandist jafn í sósunni án þess að fara í tægjur. Bragðbætið með salt og pipar. Berið fram í skál ásamt seyddu rúgbrauði og smjöri

Heimsóknir
Í dag:  4  Alls: 241858
Síðast innskráður
Ég var síðast inni þann 16 janúar
Síðast innskráður
Ég var síðast inni þann 16 janúar
Heimsóknir
Í dag:  4  Alls: 241858
RSS tengill